4 | Lífið í landinu helga, forsetakrísa í Venesúela, og Jókerinn
Update: 2019-09-06
Description
Í fjórða þætti Heimskviðna er fjallað um komandi þingkosningar í Ísrael, aðrar kosningarnar á þessu ári. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, mistókst að mynda ríkisstjórn eftir að hafa fengið umboð til þess eftir kosningarnar í vor, og því þarf að kjósa að nýju. En staðan er snúin fyrir Netanyahu, þar sem allt bendir til þess að niðurstöður kosninganna verði þær sömu. Björn Malmquist ferðaðist til landsins helga fyrr á þessu ári og ræddi við heimamenn um hið flókna samlífi Ísraela og Palestínumanna í landinu helga.
Um síðustu helgi var mynd Todd Phillips, Jókerinn, frumsýnd á kvikmyndahátíð í Feneyjum. Flest okkar kannast við þennan vansæla karakter, Jókerinn, sem felur sig á bakvið breitt brosið. Birta Björnsdóttir segir okkur frá merkilegri sögu Jókersins, illmennisins sem leikarinn Joaquin Phoenix þykir hafa gert góð skil á hvíta tjaldinu.
Landið Venesúela var eitt sinn það ríkasta í Suður-Ameríku. Alvarleg kreppa síðustu ára hefur breytt því en í landinu er hungursneyð, þar er óðaverðbólga, og milljónir hafa flúið til nágrannaríkja síðustu ár. Önnur kreppa hefur fylgt í kjölfarið, nokkurs konar forsetakreppa. Í landinu sitja nú tveir forsetar, sem ekki viðurkenna hvorn annan. Fjallað er um þessa flóknu stöðu í Venesúela - fátækasta landi Suður-Ameríku.
Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Um síðustu helgi var mynd Todd Phillips, Jókerinn, frumsýnd á kvikmyndahátíð í Feneyjum. Flest okkar kannast við þennan vansæla karakter, Jókerinn, sem felur sig á bakvið breitt brosið. Birta Björnsdóttir segir okkur frá merkilegri sögu Jókersins, illmennisins sem leikarinn Joaquin Phoenix þykir hafa gert góð skil á hvíta tjaldinu.
Landið Venesúela var eitt sinn það ríkasta í Suður-Ameríku. Alvarleg kreppa síðustu ára hefur breytt því en í landinu er hungursneyð, þar er óðaverðbólga, og milljónir hafa flúið til nágrannaríkja síðustu ár. Önnur kreppa hefur fylgt í kjölfarið, nokkurs konar forsetakreppa. Í landinu sitja nú tveir forsetar, sem ekki viðurkenna hvorn annan. Fjallað er um þessa flóknu stöðu í Venesúela - fátækasta landi Suður-Ameríku.
Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Comments
Top Podcasts
The Best New Comedy Podcast Right Now – June 2024The Best News Podcast Right Now – June 2024The Best New Business Podcast Right Now – June 2024The Best New Sports Podcast Right Now – June 2024The Best New True Crime Podcast Right Now – June 2024The Best New Joe Rogan Experience Podcast Right Now – June 20The Best New Dan Bongino Show Podcast Right Now – June 20The Best New Mark Levin Podcast – June 2024
In Channel